Hér verður fjallað um fyrirtæki stofananir og samtök sem koma að stjórnun, móta reglur og veita ráðgjöf í tengslum við nýtingu haftengdra auðlinda. Hér er einnig fjallað um þá aðila er sinna eftirliti með þeim atvinnugreinum er tengjast hafinu og loks þá er annast vöktun á hafsvæðinu í kringum Ísland hvort sem um er að ræða undir yfirborði sjávar eða yfir því.

Stærstur hluti þeirra aðila sem falla undir þennan hluta klasans eru stofnanir sem eru ekki að keppa á markaði og lúta því ekki eiginlegum markaðslögmálum.

Tengsl stofnana er sinna eftirliti og stjórnun við sjávarklasann eru mismikil. Sumar eru nánast einvörðungu að sinna fyrirtækjum og starfsemi sem tengist sjávarklasanum, en önnur eru með víðara starfssvið og eru t.d. að sinna eftirliti með mun stærri hóp. Skattayfirvöld eru einn slíkur aðili. Í þessari skýrslu verður ekki farið nánar ofan í starfsemi slíkra aðila, fremur verður horft til þeirra sem hafa mikla tengingu og mikilla hagsmuna að gæta gagnvart fyrirtækjum í sjávarklasanum.

Þær þrjár stofnanir sem hafa mest tengsl við Sjávarklasann eru án efa LandhelgisgæslanSiglinga­stofnun og Fiskistofa. Landhelgisgæslan er með mestan starfsmannafjölda og mesta veltu af þess­um þremur stofnunum. Árið 2010 námu útgjöld stofnunarinnar 3,5 milljörðum króna og tekjur voru 3,8 milljarðar, en af þessum tekjum var 1 milljarður sértekjur vegna verkefna stofnunarinnar erlendis. Starfsmenn voru 148. Meginverkefni Landhelgisgæslunnar er að sinna löggæslu og eftir­liti á hafsvæð­inu í kringum Ísland. Einnig er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að annast vöktun með sigl­ingum, ann­ast mengunarvarnir og sinna björgunarmálum. Landhelgisgæslan er líka með sjómælinga­svið sem hefur það hlutverk að gera sjókort og sjá sjófarendum fyrir gögnum er stuðlað geta að auknu öryggi.

Velta Siglingastofnunar er töluvert minni en Landhelgisgæslunnar. Árið 2010 var velta stofnunarinnar rúmur 1,1 milljarður, en starfsmenn voru 73. Starfsemi stofnunarinnar er fjölþætt; umsjón með framkvæmdum við hafnir, uppbyggingu hafnarvita og innsiglingamerkja og rekstur vitakerfis. Einnig heldur stofnunin utan um framkvæmd laga um eftirlit með skipum, laga um mælingu skipa og laga um skráningu skipa. Stofnunin gefur út ýmis skírteini í tengslum við þessa starfsemi og einnig annast hún útgáfu skírteina í tengslum við áhafnir skipa. Stofnunin rekur leiðsögu- og eftirlitskerfi fyrir siglingar, vaktar hafstrauma og sinnir rannsóknum sem tengjast öryggi sjófarenda og réttum ákvörðunum við val á lausnum við mannvirkjagerð.

Hjá Fiskistofu starfa 77 starfsmenn. Tekjur stofnunarinnar árið 2010 námu 918 milljónum króna. Hlutverk Fiskistofu er m.a. að annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og í fersku vatni. Stofnunin annast eftirlit, safnar, skráir og dreifir upplýsingum, annast útgáfu veiðileyfa og úthlutun aflaheimilda.

Auk áðurnefndra stofnana eru nokkrar stofnaninir sem hafa veruleg áhrif og aðkomu að starfsemi fyrirtækja í sjávarklasanum. Þetta eru stofnanir eins og UmhverfisstofnunMatvælastofnunByggðastofnunVinnumálastofnunVinnueftirlit ríkisins, heilbrigðiseftirlit, Orkustofnun og Veðurstofa Íslands. Að lokum verður að telja tollstjóraembættin í landinu.

Nýr aðili sem tilheyrir flokknum vöktun er “Iceland Responsible Fisheries” sem sér um markaðssetningu og þróun umhverfismerkis um ábyrgar fiskveiðar, en síðan 2007 hefur verið unnið að undirbúningi vottunar á veiðum Íslendinga. Verkefnið er með einn starfsmann, en Íslandsstofa annast markaðssetningu hins nýja merkis erlendis.

Fyrir utan ofangreindar stofnanir eru fimm ráðuneyti sem koma að málefnum hafsins. Þetta eru Sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneytiUmhverfisráðuneytiIðnaðarráðuneytiInnanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið.

Að lokum eru svo vel á annan tug hagsmunasamtaka sem tengjast sjávarklasanum og er þá verið að tala um samtök eins þau er tengjast og sjómönnum, útgerð, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og iðnaði.

 

Tækifæri og hindranir

Óhætt er að fullyrða að í kringum fáar atvinnugreinar hér á landi eru jafn mikil opinber umsvif og eftirlit eins og í kringum haftengda starfsemi. Margt af því starfi sem er unnið innan hinna ólíku stofnana er til mikillar fyrirmyndar og oft með því besta sem gerist í samanburði við margt af því sem gert er hjá þjóðum sem við berum okkur saman við. Fáar þjóðir eiga eins mikið undir því að vel sé gengið um sjávarauðlindirnar og Ísland og því er mikilvægt að vel sé staðið að allri stjórnun og að ýtt sé undir að þeir sem nýta þessar auðlindir nái fram hámarksverðmæti. Íslendingar hafa ýmsu að miðla þegar kemur að stjórnun og eftirliti. Árangur þjóðarinnar þegar kemur að hagræðingu og ábyrgri nýtingu fiskistofna er mikill og nokkrar þjóðir hafa nýtt sér þá reynslu sem hér hefur orðið til við umbreytingar á eigin fiskveiðistjórnunarkerfum. Hjá einum viðmælandi skýrsluhöfunda, sem fylgst hefur lengi með framgöngu Íslands hjá alþjóðastofnunum er fjalla um ýmsa þætti er lúta að hafinu, kom fram að Ísland nyti töluverðrar virðingar á alþjóðavettvangi og að landið væri í hópi leiðandi þjóða. Sami aðili taldi að miðla mætti betur þeirri þekkingu sem fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi búa yfir, m.a. í háskólum og víðar.

Þó gott starf sé unnið hjá ýmsum af þeim stofnunum sem tengjast hafinu má ævinlega gera betur. Nokkrir af þeim sem skýrsluhöfundar ræddu við höfðu á orði að skriffinnskan og regluverkið væri þeim verulega íþyngjandi í rekstri. Einnig var rætt um að kerfið væri of stórt og möguleikar gætu legið í því að sameina krafta ólíkra stofnana, jafnvel að setja þær undir einn hatt sem væri þá eins konar stofnun hafsins. Bent var á að sjómælingar væru t.d bæði unnar hjá Landhelgisgæslu og Hafrannsóknastofnun og eins væru straumamælingar unnar undir hatti siglingstofnunar, en einnig væri unnið að straumamælingum hjá Hafrannsóknastofnun.

(kafli úr skýrslu sjávarklasans)

Relationships between institutions that are responsible for monitoring and management of marine classes are varied. Some are almost exclusively for companies and activities related to the marine cluster, others have broader functions and are monitoring a much larger group. Tax authorities are one of them. This report will not discuss those further. The focus will be on those who have great connections and great interest with respect to companies in the ocean cluster.

The three organizations that have the greatest relationship with the ocean cluster are undoubtedly Coast Guard, Siglingastofnun (Icelandic Maritime Administration) and Fiskistofa (Directorate of Fisheries). The Coast Guard has the highest employment and highest turnover of  the three institutions. Expenditures of the organization in 2010 totaled 3.5 billion ISK and 3.8 billion ISK in revenues, of this revenue 1 billion ISK was in external funding for projects the institution provided abroad. Employees were 148. The main task of the Coast Guard is law enforcement and monitoring of the ocean around Iceland. Other roles are to carry out monitoring of navigation, pollution prevention and care of their salvage. The Coast Guard also has a hydrographic department whose role is to make navigational charts and provide documents for sailors and promote safety.

The turnover of Siglingastofnun is considerably less than the Coast Guards. In 2010 the sales were just over 1.1 billion ISK, but workers were 73. Activities of the organization are diverse; it oversees the construction of ports, lightouse developments, entrance light signaling and operation of the lighthouse systems.

The agency also keeps track of the implementation of the Ship Survey Act, the measurement of vessels and the registration of ships. The organization publishes a number of certificates in connection with these activities and also handles licensing in relation to crews of ships. The organization operates the navigation and control system for navigation, monitors ocean currents and performs research related to maritime safety and the right decisions in selecting solutions to construction.

Fiskistofa employs 77 workers. The agency revenues in 2010 totaled 918 million ISK. The role of Fisheries, amongst other things, is the proper implementation of laws and regulations on fisheries management in sea and fresh water. The agency conducts inspections, collects, records and disseminates information, issuing licenses and allocating quotas.

(An abstract from a report by the Iceland Ocean Cluster.)