Drekkutími* með frumkvöðlum í Húsi sjávarklasans

Drekkutími* með frumkvöðlum í Húsi sjávarklasans

Þér ásamt öðrum matarfrumkvöðlum er boðið í Drekkutíma á Bergsson RE, Húsi sjávarklasans Grandagarði 16, 4. febrúar kl. 16.00 – 18:00.

Markmiðið er að tengja þennan áhugaverða og stóra hóp betur saman og kynna örstutt nokkur verkefni sem geta nýst þessum hópi. Deloitte mun kynna Fast track 50, Íslandsbanki kynnir frumkvöðlasjóð Íslandsbanka og Icelandic Startups kynnir Gulleggið og önnur verkefni. Við lofum stuttum og skemmtilegum kynningum.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Frekari upplýsingar og skráning: Eyrún Huld Árnadóttir eyrun@sjavarklasinn.is

*Drekkutími er íslenska orðið yfir Happy hour