Morgunverðarfundur var haldinn í Sjóminjasafninu við Grandagarð til að kynna útgáfu skýrslu sem Íslandsbanki í samstarfi við Íslenska sjávarklasann hefur gefið út um þýðingu sjávarklasans í íslensku efnahagslífi.
Á fundinn mættu hátt í 100 manns og opnaði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundinn en fundarstjóri var Vilhelm Már Þorsteinsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka.
Ragnar Árnason og Þór Sigfússon, höfundar skýrslunnar, greindu svo nánar frá efni skýrslunnar.
[btn_big color=“black“ url=“https://sjavarklasinn.is/wp-content/uploads/2012/02/Sjavarklasinn_Skyrsla-Low1.pdf“ desc=“PDF (1,0 MB)“] Lesa skýrslu [/btn_big]