Copernicus Ocean Hakkaþon 2025
7-9. febrúar – Háskólinn í Reykjavík
VILTU SMÍÐA LAUSNIR MEÐ GERVIHNATTAGÖGNUM FYRIR BLÁA HAGKERFIÐ?
Taktu þátt í spennandi helgi af nýsköpun og samvinnu á Copernicus Ocean Hakkaþon 2025! Hakkaþonið er frábært tækifæri til þess að leysa raunverulegar áskoranir með hagnýtingu Copernicus gagna og þjónustu. Hvort sem þú ert nemandi, hluti af sprotafyrirtæki, eða hefur einfaldlega áhuga á að smíða lausnir, munt þú fá tækifæri til þess að vinna að lausnum sem geta hjálpað íslenskum fyrirtækjum og yfirvöldum að fylgjast með hafinu og strandsvæðum, og þannig stuðlað að sjálfbærri framtíð.
Á opnunarathöfninni okkar föstudaginn 7. febrúar kl. 17:00, munum við veita innsýn í hvernig hægt er að nota þessi háþróuðu gögn til að takast á við brýnar staðbundnar áskoranir. Endilega vertu með!
Af hverju að taka þátt?
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á eftirlit með hafi og strandsvæðum landsins.
- Tækifæri til að kynnast frumkvöðlum og sérfræðingum úr bláa hagkerfinu og tækniheiminum.
- Tækifæri til að sýna færni þína fyrir mögulegum samstarfsaðilum og styrktaraðilum.
- Taktu þátt í spennandi keppni með glæsilegum verðlaunum og fáðu viðurkenningu á sviði tækni og umhverfismála.
Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur eða hvað bakgrunnur þinn er, hugmyndir þínar geta mótað framtíðina. Vertu með og umbreytum gögnum í verðmæti!
Verðlaun:
1. sæti: 100.000kr + aðgangur að frumkvöðlarými Sjávarklasans að virði 49.000kr
2. sæti: 50.000kr + aðgangur að frumkvöðlarými Sjávarklasans að virði 49.000kr
3. sæti: aðgangur að frumkvöðlarými Sjávarklasans að virði 49.000kr
Dagskráin
Hefur þú áhuga á að taka þátt?
Mentorar & Fyrirlesarar
Bala Kamallakharan
Founder of Startup Iceland and Iceland Venture Studio
Sveinn Sigurður Jóhannesson
Co-Founder and CEO of GreenFish
Anna Björk Theodórsdóttir
Founder and CEO of Oceans of Data
Stefán Baxter
Co-Founder and CEO of Snjallgögn
Karl Birgir Björnsson
Co-Founder and CEO of Hefring Marine
Frá fyrra Hakkaþoni:
Samstarfsaðilar