Systurklasar

New England Sjávarklasinn (New England Ocean Cluster)

New England Ocean Cluster (NEOC) var stofnaður árið 2014 til að styðja við nýsköpun í bláa hagkerfinu með því að tengja frumkvöðla, fyrirtæki og vísindamenn sem vinna að verkefnum í bláa hagkerfinu. NEOC er staðsettur í Portland, Maine og hefur klasinn stuðlað að sjálfbærum vexti bláa hagkerfisins með samstarfsrýmum, viðburðum og verkefnum. Áhersla er lögð á þróun greina eins og fiskveiða, fiskeldis og endurnýjanlegrar orku á New England svæðinu. Vegna ríkrar sögu Maine og humarveiða er eitt af helstu áherslusviðum NEOC að fullnýta humar og skelfisk.

Frekari upplýsingar: newenglandoceancluster.com

 

Danski sjávarklasinn

Danski sjávarklasinn var stofnaður í Hirtsals í september 2024. Danski sjávarklasinn er með það að meginmarkmiði að efla viðskipatengsl innan bláa hagkerfisins með því að stuðla að nýsköpun með sérstakri áherslu á grænar lausnir. Danski sjávarklasinn einblýnir á svæðin á norður hafi og á eystrarsaltinu og styður við danskan sjávarútveg og hafnarstarfsemi.

Frekari upplýsingar: danishoceancluster.com

 

Namibíski sjávarklasinn

Namibíski sjávarklasinn var stofnaður í byrjun árs 2024. Hann hefur það að markmiði að lágmarka sóun og hámarka félagslegan og efnahagslegan ávinning af fiskveiðum í namibíska sjávarútvegnum.

 

Sjávarklasinn í Oregon (Oregon Cluster Initiative)

Sjávarklasinn í Oregon (OCI), undir forystu Ferðamálasamtaka strandar Oregon (Oregon Coast Visitors Association), miðar að því að styrkja sjávarútvegshagkerfi ríkisins með því að stuðla að neyslu á staðbundnum sjávarafurðum, fjárfesta í innviðum og veita starfsþjálfun. OCI stuðlar að samstarfi meðal strandbyggða, sjávarútvegsfyrirtækja og fræðastofnana til að efla sjálfbærni bláa hagkerfisins.

Frekari upplýsingar: oregonseafare.com