Föstudaginn 4. desember nk. kl. 12-18 verður sannkölluð jólastemning í Húsi sjávarklasans og haldinn verður jólamarkaður með ýmsum nýjum og spennandi vörum úr sjávarútvegi þar sem hægt verður að versla beint við framleiðendur og hönnuði. Á markaðnum verða:
- Gjafapokar með ýmsum vörum og nýjungum úr sjávarútvegi frá Íslenska sjávarklasanum
- Barnaskyrtur, bolir og treflar frá Iceland Ocean Fisheries
- Húsgögn úr rekaviði frá Dagný Land Design
- Ferskt sjávarfang frá Blámar
- Reykt sjávarfang frá Opal sjávarfangi
- Jólabröns, gjafabréf, hnetusteik í jólamatinn og veitingar frá Bergsson RE
- Borðspil frá Aflakló
- Kollagen frá Ankra
- Kaldunnið jómfrúarþorskalýsi frá Dropa
- Keramik bollar, skála, ljós og fleira frá Kristbjörgu Keramiker
- Lampar og fleira úr rekaviði frá Dóru
- HAp+ tannheilsumolar frá Icemedico
- Veski, buddur, lyklakippur og fleira frá Valfoss
- Smjörhnífurinn Uggi frá nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti
- Súkkulaði frá Omnom Chocolate
- Gjafakort frá Marginalía
- Kísil heisluvörur frá Geo Silica
- Fersk tilapía, pak-choi salat og nýja bókin Aquaponix Guidelines frá Aquaponics.is.
- Kynning og smakk á Grevens síder
- Smakk á jólakonfekti frá Kökudagbókinni
- ALGAE NÁTTÚRA frá Sjávarsmiðjunni
- Hreinar og lífvirkar húðvörur frá Taramar
- Jóladagatalið „beðið eftir jólunum“ frá Skeggja
Það verður því margt skemmtilegt að finna og einstakar jóla- og/eða tækifærisgjafir. Það eru allir velkomnir að kíkja við og svo er hægt að kíkja í allar hinar skemmtilegu búðirnar og veitingahúsin á Grandanum.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook, endilega meldið ykkur þar og bjóðið vinum með ykkur. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Jólakveðjur úr Sjávarklasanum