Hópur nemenda í MBA námi við háskólann í Edinborg heimsótti Hús Sjávarklasans á dögunum til að kynnast starfsemi klasans og hússins. Hópurinn samanstóð af 11 nemendum frá tíu löndum ásamt tveimur kennurum við skólann.
Þau sýndu starfseminni mikinn áhuga og eru mjög spennt fyrir samstarfi milli fyrirtækja í klasanum og nemenda háskólans.
Meðfylgjandi mynd sýnir áhugasama nemendur hlýða á Bjarka Vigfússon, hagfræðing Íslenska sjávarklasans þegar hann segir þeim frá öllum þeim vörum sem hafa komið til með fullnýtingu sjávaraflans hér á landi.
A group of MBA students from the University of Edinburgh visited the Ocean Cluster house this week for a presentation about the Iceland Ocean Cluster and its work. This was a very international group which consisted of 11 students from 10 countries along with two faculty members from the university.
The group was very interested and is excited to work with companies within the ocean cluster in Iceland.
The following photo was taken during an introduction of the wide selection of products made by fully utilizing fish catches.