Gakktu til liðs við okkur hjá Sjávarklasanum!

Leiðtogi nýsköpunarsamfélags

Reykjavík, Ísland 

Teymið okkar

 

Þú munt ganga til liðs við fjölbreytt teymi okkar í Sjávarklasanum. Ábyrgðarsvið þitt verður efling nýsköpunarsamfélags okkar, bæði innan- og utan húss, sjá um viðburði í húsinu og vera tengiliður okkar við innlenda og erlenda aðilla. Í þessi hlutverki verður þú stór partur í því að efla samstarf og nýsköpun í bláa hagkerfinu.

Þú munt bera ábyrgð á að efla lifandi samfélag frumkvöðla og nýsköpunaraðila, stjórna viðburðum og vera meginkraftur í að halda uppi góðum anda og stemmningu í samfélagi okkar.

Helstu verkefni:

    • Þróa og framkvæma stefnu til að byggja upp og auka nýsköpunarsamfélag hússins og klasans. 
    • Skipuleggja og stjórna samfélagsviðburðum, vinnustofum og annarri starfsemi.
    • Eiga samskipti við aðilla samfélagsins til að skilja og bregðast við þörfum þeirra.
    • Auka sýnileika Sjávarklasans fyrir innlent sem og alþjóðlegt samfélag.

Kröfur:

    • Reynsla af stjórnun samfélags eða tengdu sviði
    • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, frásagnargáfa og mannleg samskipti
    • Sterk skipulagshæfni og nákvæmni
    • Góð kunnátta í íslensku og ensku 
    • Áhugi á nýsköpun og sjálfbærni
    • Áhugi og þekking á myndun tengslanets með frumkvöðlum 
    • Reynsla í verkefnastjórnun og umsjón með fjármálum verkefna

Fríðindi:

    • Samkeppnishæf laun
    • Vinna í samvinnu- og nýsköpunarumhverfi
    • Tækifæri til vaxtar í starfi
    • Tækifæri til að vinna með leiðandi nýsköpunaraðilum og frumkvöðlum 
    • Fallegt skrifstofurými í miðbæ Reykjavíkur