Sýning á vörum ungra frumkvöðla sem taka þátt í nýsköpunarkeppni, sem félagið JA frumkvöðlar stendur fyrir í framhaldsskólum, fer nú fram í Sjávarklasanum á Grandagarði. Sýndar eru þær vörur í keppninni sem tengjast sjávarútvegi og hafinu á einhvern hátt. Ellefu teymi framhaldsskólanema eiga vörur á sýningunni. Þar gætir ýmissa grasa en áhersla flestra verkefnanna er á umhverfisvernd eða fullnýtingu afurða.
Allir frumkvöðlarnir eru á aldrinum 16-20 ára. Í keppninni fá ungmennin að spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja.
Allir eru velkomnir, sýningin er opin alla virka daga á milli 9-16 og stendur hún til 1. maí.