Íslenski sjávarklasinn og Samtök iðnaðarins hafa unnið saman að greiningu á tækifærum í tæknigreinum sem þjónusta matvælaiðnaðinn á Íslandi. Afrakstur greiningarinnar má lesa í stuttri samantekt sem ber heitið Matvælalandið Ísland: Greining á tækifærum í tæknigreinum.
Á síðustu áratugum hafa innviðir og þekking alls iðnaðar batnað verulega á Íslandi og í samantektinni er meðal annars bent á þau miklu tækifæri sem felast í frekari samvinnu og þekkingayfirfærslu tæknifyrirtækja sem þjónusta matvælaiðnaðinn. Áhugi á fullvinnslu matvæla innanlands eykst nú mikið og í þeirri þróun felst einnig tækifæri fyrir íslensk tæknifyrirtæki, vélsmiðjur og verkfræðistofur.
Á nýju ári hyggst SI byggja ofan á þessa greiningu og hefjast handa við að tengja saman fólk úr tæknigeiranum, matvælaframleiðslu, vöruhönnun, markaðssetningu og fleiri greinum.