Á dögunum hafa fjölmiðlar vestanhafs sýnt hugmyndum um stofnun systurklasa Íslenska sjávarklasans í Portland í Maine fylki í Bandaríkjunum áhuga. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem áætlanir um hús að fyrirmynd Húss sjávarklasans hafa verið ræddar ásamt Bandarískum fjárfestum og yfirvöldum í Maine.
Í frétt ABC um málið segir m.a.: „Hópur fjárfesta hyggst breyta byggingu á aðalhöfn Maine í viðskiptaklasa með áherslu á fyrirtæki í hafsækinni starfsemi. Verkefnið sem kallast New England Ocean Cluster House er afrakstur samstarfs borgarinnar og fjárfesta hér og á Íslandi. […] Klasinn myndi leggja áherslu á sjávarútveg og er byggður á sambærilegum klasa á Íslandi.“
Tenglar:
Umfjöllun Portland Press Herald