Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Hús sjávarklasans og kynnti sér ýmsa nýsköpun sem tengist sjávarútvegi og matvælaiðnaði. Meðal annars kynnti hann sér hvernig fyrirtæki í klasanum eru að þróa heilsuefni og lyf úr prótínum hafsins, tæknibúnað fyrir veiðar og vinnslu, hönnun á skipum sem knúin eru með rafmagni og svona mætti lengi telja.
Á meðfylgjandi myndum má sjá að klasabúum þótti gaman að taka á móti Guðna sem gaf sér góðan tíma með fólkinu og var einstaklega almennilegur. Við erum stolt af því að hafa fengið hann í heimsókn.
[Best_Wordpress_Gallery id=“20″ gal_title=“Heimsókn forseta Íslands 2/6/2018″]