Ný Greining Sjávarklasans fjallar um veltu fyrirtækja í sjávarlíftækni og annari fullvinnslu aukaafurða. Þar segir meðal annars:
Mesti vöxtur í sjávarútvegi og tengdum greinum er í fullvinnslu aukaafurða og líftækni samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans. Á Íslandi eru nú yfir 30 fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. Samanlögð velta þessara fyrirtækja á árinu 2012 var um 22 milljarðar og jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri má gera ráð fyrir að velta í fullvinnslu aukaafurða og líftækni nálgist óðfluga grunnatvinnuveginn sjálfan á næstu 15 til 20 árum.
Mikilvægt er að grípa þau tækifæri sem felast á sviðum fullvinnslu og líftækni en samstarf milli fyrirtækja í útgerð, líftækni, fullvinnslu og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða gæti opnað nýja möguleika, stutt við þróun nýrra og verðmætra aukaafurða og stuðlað að bættri nýtingu hráefna.
Greininguna í heild má í heild sinni finna hér.
A new Ocean Cluster Analysis describes growth and growth opportunities in ocean biotechnology and advanced marine processing.
„At the moment, Iceland is home to over 30 companies that specialize in ocean biotechnology and advanced processing of rest raw material. The total turnover of these companies in 2012 was just over 18 million EUR and grew 17% between 2011 and 2012. It is important that the opportunities in advanced marine processing and biotechnology are utilized. Cooperation between fisheries, biotech companies, seafood processors and rest-raw material processors can enable new developments and yield new and valuable products. The field of ocean-biotech and advanced marine processing is a potential growth machine in need of patient capital in the coming years.“
Read more here.