Í dag kemur út sameiginleg stefna flutninga- og hafnahóps Sjávarklasans til 2030, en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók við fyrsta eintaki í dag. 18 fyrirtæki sem öll eru samstarfsaðilar á vettvangi Íslenska sjávarklasans hafa síðastliðið ár unnið að mótun þessarar langtímastefnu fyrir flutningastarfsemi á Íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem svo breiður hópur úr nær öllum megingreinum flutninga- og hafnarstarfsemi á Íslandi mótar heildstæða langtímastefnu sem miðar að því að styrkja samkeppnisstöðu landsins á þessu sviði. Útgáfa stefnumótunarskýrslunnar í dag markar því tímamót fyrir þessar atvinnugreinar og gefur fyrirheit um að byggja megi á sterkum grunni og efla til muna flutningastarfsemi á Íslandi á næstu árum og áratugum.
Fyrirtækin sem tóku þátt í stefnumótunarvinnunni eru í flugflutningum,skipaflutningum, hafnar- starfsemi, flugvallastarfsemi og ýmissi annarri stoðstarfsemi í tengslum við flutninga og vörustjórnun á Íslandi. Stefnan sem kynnt er í dag er afrakstur vinnu þessara fyrirtækja og endurspeglar metnað þeirra til efla og þróa atvinnugreinarnar og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu Íslands.
Í stefnunni eru þrjú forgangsverkefni sett á oddinn til ársins 2030:
1. Ísland verði þjónustumiðstöð vegna fyrirsjáanlegrar efnahagsuppbyggingar á Grænlandi
2. Efling rannsókna, þróunar og menntunar á sviði flutninga og vörustjórnunar
3. Ísland verði þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi
Stefnan til ársins 2030 sem kynnt er í dag er unnin á grundvelli klasahugsunar þar sem þyrping ýmis konar fyrirtækja, bæði í einkageiranum og í eigu sveitarfélaga, starfa saman til að skapa samlegð og auka samkeppnishæfni klasans í heild. Það er von flutninga- og vörustjórnunarklasans að efla megi frekar samskiptin við stjórnvöld á komandi árum, á sama tíma og unnið verður með markvissum hætti við að framfylgja stefnunni. Þannig má spila inn á styrkleika íslenska flutninga- og vörustjórnunarklasans og bæta samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar.
Þau fyrirtæki sem mynda flutninga- og hafnahóp Íslenska sjávarklasans og tóku þátt í mótun langtímastefnunnar eru: Akureyrarhöfn, Ekran, Eimskip, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, Isavia, Íslandsbanki, Icelandair Cargo, Icelandic Group, Landsbankinn, Lex, Mannvit, Jónar Transport, Kadeco, TVG Zimsen, Reykjaneshöfn, Stálsmiðjan og Samskip.
Nánari upplýsingar veita Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon, verkefnastjórar hjá Sjávarklasanum í síma 577 6200.
Today, the Iceland Ocean Cluster’s Transportation and Ports Group published a new long term strategy in logistics and transportation. Iceland’s Minister of the Interior, Hanna Birna Kristjansdottir, will accept the first copy of the paper this afternoon. 18 businesses that are members of the Iceland Ocean Cluster have for the past year worked on establishing a joint strategy for 2030 regarding transportation and logistics in Iceland.
For the first time ever, a wide set of companies from the main sectors of transportation, logistics and ports, have developed a strategy which aims to strengthen Iceland’s competitiveness in this area. The report’s publication marks a turning point for these industries and provides commitments to build on a strong foundation and strengthen logistics and transportation in the coming years.