Samkvæmt athugun Íslenska sjávarklasans á samstarfi fyrirtækja í Húsi Sjávarklasans kemur í ljós að um 70% fyrirtækjanna í húsinu höfðu átt samstarf við annað fyrirtæki í húsinu á sl. tveim árum. Þetta hlutfall er töluvert hærra en fram kemur í niðurstöðum athugana á erlendum húsum sem bjóða svipaða þjónustu. Í meðfylgjandi grein Sjávarklasans verður skoðað hver sé ástæða þessa háa hlutfalls samstarfs fyrirtækja í Húsi sjávarklasans og hvað önnur sameiginleg vinnurými hérlendis geti lært af reynslu Húss sjávarklasans.

 

forsíða klasafyrirtæki vinna saman

Smelltu á myndina til þess að opna greininguna.