Í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans eftir þá Jack Whitacre og Hauk Má Gestsson kemur fram að vottaðar veiðar Íslendinga nema um 6% af þeim veiðum sem eru vottaðar hjá einu virtasta vottunarfyrirtæki heims, Marine Stewardship Council. Í samanburði við afla Íslendinga á heimsvísu, sem er rétt um 1% af veiddum afla í heiminum, er líklegt að engin önnur fiskveiðiþjóð geti sýnt fram á jafn víðtæka vottun á eigin veiðum.
Í greiningunni kemur fram að enn eru tækifæri fyrir Íslendinga til að ná lengra í þessum efnum, eins og með vottuðum loðnuveiðum, og þau tækifæri þarf að nýta.
Greiningin er á ensku og má lesa hér.