Alþjóðlegt sjávarklasanet verður til
Hugmyndafræði Íslenska sjávarklasans byggir á samstarfi ólíkra aðila í bláa hagkerfinu. Þessi nálgun er hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi, á undanförnum árum. Íslenski sjávarklasinn hefur liðsinnt við stofnun klasa í bláa hagkerfinu víða um heim. Nýjasti klasinn í tengslaneti Sjávarklasans er Namibian Ocean Cluster (NOC) sem var stofnaður í ársbyrjun 2024. Nú hafa því alls verið stofnaðir 9 klasar í 4 heimsálfum í samstarfi við Íslenska sjávarklasans og með hugmyndafræði hans sem hornstein.
Þrátt fyrir mismunandi áskoranir sem hver klasi þarf að leysa hefur þessi alþjóðavæðing klasahugmyndarinnar opnað á hin ýmsu tækifæri sem þessi tengslanet geta leyst og þrátt fyrir mismunandi áherslur sem hver klasi einblínir á þá getur sameiginleg þekking, sem dreifist um klasanet sem þetta, leitt til aukinnar velgengni fyrir sjávarbyggðir á heimsvísu. Meginmarkmið þessara klasa að stuðla að aukinni velgengni með grænna hagkerfi þar sem umhverfissjónarmið eru ekki sett í 2. sætið.