Síðasta vika var mjög viðburðarík hjá Íslenska sjávarklasanum þar sem að þrír hópar héldu vinnufundi. Þetta voru fyrstu fundir af fjórum sem haldnir verða á næstu mánuðum. Markmið fundanna var að efla nýsköpun, finna leiðir til að auka verðmæti fyrir fyrirtæki jafnt sem viðskiptavini og meta stöðu menntamála í sjávartengdum námsgreinum.
Hóparnir sem hittust voru fyrirtæki í flutninga- og hafnastarfsemi, tæknifyrirtæki og menntastofnanir með nám í sjávartengdum námsgreinum..
Fundunum stýrði Eiríkur Ingólfsson, sem hefur mikla reynslu af stefnumótun hér á landi og í Noregi.
Nú þegar er búið að setja dagsetningar fyrir næstu fundi (sjá nánar). Ef þú telur að þitt fyrirtæki eða stofnun eigi heima í einhverjum af þessum hópum og vilt taka þátt, ekki hika við að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fundunum í síðustu viku.