100% SHRIMP verkefnið var nýlega í umfjöllun Fiskifrétta, þar sem vakin er athygli á möguleikum þess til að efla hringrásarvirðiskeðjur í sjávarútvegi á Norðurlöndum. Verkefnið er leitt af Íslenska Sjávarklasanum í samstarfi við aðila frá Grænlandi, Íslandi, Danmörku og Noregi og miðar að því að draga úr sóun í kaldsjávarrækjuveiðum með nýtingu aukaafurða í verðmætaskapandi framleiðslu.
Greinin fjallar um samstarf að vinnslu rækjuskelja í kítósan og sýnir fram á forystu Norðurlanda í hringrásarhagkerfinu.
Lesa meira hér.