Störf hjá Sjávarklasanum

Taktu þátt í að ryðja brautina fyrir nýsköpun og sjálfbærni í bláa hagkerfinu og vertu hluti af öflugu teymi sem helgar sig því að umbreyta nýtingu auðlinda hafsins fyrir sjálfbærari framtíð.

Sendu okkur ferilskránna þína!

Við erum að ráða!

Við erum að leita að leiðtoga fyrir nýsköpunarsamfélag Íslenska sjávarklasans. Þú munt bera ábyrgð á að efla samfélag okkar innan- og utan húss, sjá um viðburði í húsinu og miðla upplýsingum til innlendra og erlendra aðilla. Í þessu hlutverki verður þú lykilaðili í að efla samstarf og nýsköpun í bláa hagkerfinu.