STARFSEMI
Frá 2011 höfum við veitt fyrirtækjum og frumkvöðlum fjölbreytta þjónustu með það markmið að skapa ný verðmæti í gegnum samstarf.
Greiningar og ráðgjöf
Sérfræðingar okkar sinna greiningum og rannsóknum á sjávarútvegi og skyldum atvinnugreinum og veita fyrirtækjum og frumkvöðlum þjónustu í formi ráðgjafar, hugmyndavinnu, tengsla við önnur fyrirtæki og fjárfesta og stuðnings á fyrstu skrefum.
Klasasamstarf
Rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir í ýmiskonar haftengdri starfsemi á Íslandi eiga formlega aðild að samstarfsvettvangi Íslenska sjávarklasans. Aðild öðlast fyrirtæki með samstarfssamningi við Íslenska sjávarklasann.
Hús sjávarklasans
Hús sjávarklasans er samfélag yfir 50 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti.
Viðburðir
Við höldum reglulega ráðstefnur og viðburði eins og Flutningalandið Ísland, Dag þorsksins, Verkstjórafund í sjávarútvegi, Nýsköpunarmessu og ýmsar samkomur og stefnumót fyrirtækja og frumkvöðla.
Heimsóknir og kynningar
Við tökum á móti hópum sem vilja kynnast íslenskum sjávarútvegi og haftengdum greinum með sérstakri áherslu á nýsköpun. Starfsfólk okkar tekur einnig að sér fyrirlestra um sömu málefni á ráðstefnum og viðburðum hér og erlendis.
Ferðaþjónusta
Við skipuleggjum ferðir og leiðsögn fyrir hópa erlendis frá sem vilja kynnast sjávarklasanum á Íslandi og nýsköpun í sjávarútvegi.
Jennifer Schwalbenberg
Ráðgjafi - Lögfræði, stjórnarhættir og stefnumótandi samstarf
Dr. Alexandra Leeper
Framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans - Alþjóðavettvangur
Sími: 649-2209
Heiða Kristín Helgadóttir
Framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans
Sími: 698-9642
Júlía Helgadóttir
Fjármálastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
Sími: 698-5472