Í nýrri Skoðun Sjávarklasans er fjallað um þá miklu aukningu sem orðið hefur síðastliðin ár í framleiðslu aukaafurða hérlendis. Með rýrnun fiskistofna síðustu áratugi hefur þörfin á fullnýtingu sjávarafla aukist mikið og þar spila aukaafurðir lykilhlutverk. Framleiðsla á aukaafurðum á Íslandi hefur aukist um tæp 3000% frá því árið 1992. Íslenski sjávarklasinn vinnur nú að verkefni sem miðar að því að kanna nýtingu sjávarfangs í Norður-Atlantshafi. Þegar hefur verið unnin tölfræðigreining á nýtingu þorsks þar sem Ísland mælist með hæstu nýtingu. Mikið svigrúm er til bættrar nýtingar þar sem Íslendingar geta tekið sér leiðtogahlutverk og selt þekkingu sína um allan heim.
Hægt er að lesa skoðunina í heild sinni hér.In the latest Opinion of the Iceland Cluster (published in Icelandic), the expansion of by-product production in Iceland for the past decades is discussed and some interesting by-product utilizing firms introduced. If you can read Icelandic, go ahead and read it here.