Nú er að hefjast nýtt ár í frumkvöðlastarfi JA Ísland sem stendur fyrir nýsköpunarkeppni framhaldsskóla. Sjávarklasinn hefur tekið virkan þátt í þessu starfi og liðsinnt hundruðum nemenda. Margir þeirra hafa unnið að hugmyndum er lúta að hreinsun hafsins eða nýtingu afurða þess.

 

Mikill áhugi hefur verið hjá mörgum skólum og nemendum á þessari árlegu keppni sem hundruðir nemenda taka þátt í.

 

Þennan mikla og vaxandi áhuga má ekki síst þakka framhaldsskólakennurum sem hafa lagt gríðarlega mikið af mörkum til að auka áhuga og þekkingu nemenda.

 

JA Ísland  og Sjávarklasinn buðu kennurum, sem hafa leiðbeint nemendum á þessu sviði,  til samsætis í Húsi sjávarklasans. Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri JA Ísland þakkaði kennurunum fyrir að hafa verið leiðandi í því að efla frumkvöðlamenntun í skólum. Starf JA hefði aldrei komist á flug ef ekki væri fyrir þennan einstaka hóp kennara sem hafa rutt brautirnar með JA og samstarfsfyrirtækjum þeirra.

Kennarar