Íslenski sjávarklasinn og undirbúningshópur um stofnun sjávarklasa í Connecticut  í Bandaríkjunum skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf við uppbyggingu nýs sjávarklasa við Long Island Sound sem liggur á milli Connecticut og New York. Nýi klasinn mun nefnast The Long Island Sound Ocean Cluster.   

The Long Island Sound Ocean Cluster er fimmti bandaríski klasinn sem verður einn af systurklösum Íslenska sjávarklasans í Bandaríkjunum.  C. Patrick Heidkamp prófessor við Southern Connecticut State University og forsvarsmaður The Long Island Sound Ocean Cluster initiative og Þór Sigfússon stofnandi Íslenska sjávarklasans skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu í Húsi sjávarklasans í dag.

Í samstarfinu eru fyrir auk þeirra tveggja sem nefndir eru New England Ocean Cluster, Alaska Ocean Cluster, New Bedford Ocean Cluster og Pacific Northwest Ocean Cluster.

Í yfirlýsingunni eru meðal annars sett sameiginleg markmið um að efla nýsköpun og frumkvöðlafyrirtæki í Connecticut, auka samstarf á milli frumkvöðla og haftengdra fyrirtækja og að efla tengsl allra þeirra klasa sem tilheyra samstarfinu. Eitt af markmiðum nýja klasans er að efla ræktun og áframvinnslu þara við Long Island Sound.

Nánari upplýsingar veita Berta Daníelsdóttir og Þór Sigfússon í síma  5776200      

IMG_1209