Af 10 ára sögu Íslenska Sjávarklasans er þetta nú í annað sinn sem norski sjávarklasinn, Seafood Innovation sækir sér þekkingu í brunn Hús Sjávarklasans.
Í fyrra kom Seafood Innovation í fyrsta skipti í heimsókn með um 60 manna hóp í endurmenntun um sjálfbærni og nýsköpun, Seafood Next og Seafood Trainee sem samanstóð af þriggja daga, þéttskipaðri dagskrá frá morgni til kvölds. Í ár endurtóku þeir leikinn enda gríðarleg ánægja með eftirminnilega heimsókn fyrra árs og í ár verður heimsóknum fjölgað um helming.
Stærri nágrannaþjóðir eru því með athyglina á Íslenska Sjávarklasanum þegar kemur að blárri nýsköpun og betri nýtingu sjávarafurða enda nær íslenskur sjávarútvegur að nýta upp að 90% fisknum með hliðarafurðum meðan aðrar þjóðir vannýta helminginn.