Ákvörðun stjórnvalda í Rússlandi um að halda Íslandi fyrir utan nýsettar reglur um bann á innflutningi á ýmsum matvælum, þar á meðal sjávarfangi, hefur mikla þýðingu fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Innflutningsbannið tók gildi á föstudaginn var, en það er til eins árs. Rússland er stór markaðaður fyrir íslenskar sjávarafurðir, einkum uppsjávartegundir.
Á tímabilinu frá 2003 til 2013 jukust útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi til Rússlands úr 600 milljónum króna í 18,6 milljarða króna. Aukningin á þessum tíu árum er því 32-föld. Rússland er sá markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir sem vex nú hvað hraðast og er í raun gríðarlega mikilvægur markaður fyrir ákveðna afurðaflokka uppsjávartegunda og karfa, en 43% af útflutningsvirði heilfrysts makríls er af sölu til Rússlands, svo dæmi sé tekið. Þó rætt hafi verið um hugsanleg tækifæri íslenskra útflytjenda sjávarafurða af brotthvarfi Norðmanna af Rússlandsmarkaði er ljóst að aðalhagsmunir Íslendinga felast í því að Rússlandsmarkaður haldist opinn.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Sjávarklasans á þýðingu nýsetts innflutningsbanns Rússa fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.
Greininguna má nálgast á vefnum undir Útgáfa eða hér að neðan.
[gdlr_button href=“https://sjavarklasinn.is/old/wp-content/uploads/2014/11/13.08.2014-Rússlandsmarkaður.pdf“ target=“_blank“ size=“large“ background=“#62bdc7″ color=“#ffffff“]Sækja PDF[/gdlr_button]