Bandaríski frumkvöðullinn og hópfjármögnunarsérfræðingurinn Sherwood Neiss heimsótti Hús sjávarklasans á dögunum, en hann var með auk þess með erindi á Startup Iceland ráðstefnunni í Hörpu. Neiss ræddi við frumkvöðla og fyrirtækjastjórnendur í Húsi Sjávarklasans um kosti hópfjármögnunar. Í síðustu viku skrifaði Neiss svo áhugaverða grein um hvernig framleiðendur víns í Kaliforníu geta lært af klasamyndun íslenskra fyrirtækja innan sjávarklasans. Í greininni segir m.a.:
The Ocean Cluster House is an amazing center for startups focused on the fish industry. A Wine Cluster can be a potential model for fostering innovation in Wine Country’s manufacturing, processing and agriculture industries. Wine Country is well suited to develop its own version of the Iceland Ocean Cluster because it has a wide variety of wine-related businesses and some top wine research institutions, such as the University of California, Davis. A Wine Cluster could serve as a model for similar wine clusters globally. And it can bring a lot more innovation, entrepreneurship, and jobs to an area where a lot of people would love to live.
Við þökkum Sherwood kærlega fyrir komuna!