Í nýrri Greiningu Sjávarklasans er fjallað um eftirspurn eftir sjávarútvegstengdu námi, en nýnemar hafa aldrei verið fleiri í haftengdum námsbrautum eins og haustið 2014. Í greiningunni kemur meðal annars fram:
- Fjöldi nemenda í námi tengdu sjávarklasanum eykst. Nýnemar hafa aldrei verið fleiri en 12 % fjölgun er milli ára í 10 mismunandi haftengdum námsbrautum.
- Vitundarvakning er meðal ungs fólks með þeirri nýsköpun og framþróun sem á sér stað í sjávarútvegi. Greinin heillar og ímyndin er jákvæðari.
- Metfjöldi er skráður í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Nú eru samtals 83 nemendur í náminu en fjöldinn hefur farið sívaxandi frá árinu 2009.
- 67% aukning í nemendafjölda milli ára hjá Fisktækniskóla Íslands. Fjölbreytt nám er í boði á framhaldsskólastigi á sviði sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi.
Hægt er að sækja greininguna á PDF hér.
[gdlr_frame type=“normal“ align=“none“] [gdlr_image_link type=“url“ image_url=“https://sjavarklasinn.is/old/wp-content/uploads/2014/11/17.11.2014-Haftengt-nam-i-brennidepli.png“ alt=“ “ link_url=“https://sjavarklasinn.is/old/wp-content/uploads/2014/11/17.11.2014-Haftengt-nam-i-brennidepli.pdf“ target=“_blank“ width=“220px“][/gdlr_frame]