HAFSJÓR AF HUGMYNDUM nýsköpunarkeppni sjávarútvegsklasa Vestfjarða auk styrkja til háskólanema á framhaldsstigi.

Þetta er einstakt tækifæri til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd og fá til þess styrk og aðstöðu hjá vestfirskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Megin markmiðið er að efla sjávarútveg á Vestfjörðum og koma með ferskar hugmyndir inn í þessa rótgrónu atvinnugrein. 

Vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki vilja nú sem fyrr vera í fararbroddi í framleiðslu á sjávarfangi. Þau vita hversu mikilvægt er að vera fyrstur með nýjungar og auka verðmæti alls sjávarfangs sem kemur að landi sem og ónýttum auðlindum sjávar.  Það er liður í sjálfbærni fyrirtækjanna að búa yfir nýjustu þekkingu, hæfileikaríku starfsfólki og skapa aukin verðmæti fyrir þá auðlind sem þau hafa fengið umboð til að nýta.

Markmiðið með nýsköpunarkeppninni er að: 

  • Auka nýsköpun.
  • Hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nema til nýsköpunar.
  • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum. 
  • Auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst í land á Vestfjörðum sem og ónýttum auðlindum.

Háskólaverkefnin geta verið á mörgum sviðum sem stuðla að aukinni þekkingu í sjávarútvegi og samfélagslegum áhrifum sjávarútvegs. 

Markmiðið með háskólaverkefnunum er að: 

  • Hvetja til nýsköpunar. 
  • Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum. 
  • Afla þekkingar byggðum á vísindalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða.

Hér er opið fyrir masters- og doktorsnema að vinna að verkefnum í náttúru-, og tæknigreinum sem og í viðskipta – og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. Það er því mjög breytt svið fræðigreina sem geta komið að þessum verkefnum.  

Fyrirtækin sem standa að sjávarútvegsklasa Vestfjarða eru Drangur á Drangsnesi, Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri, Hólmadrangur á Hólmavík, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, Jakob Valgeir í Bolungavík, Kampi á Ísafirði, Klofningur á Suðureyri og Oddi hf á Patreksfirði.  Verkefninu er ætlað að styrkja sjávarútveg á öllum Vestfjörðum með styrk til námsmanna, frumkvöðla og sprotafyrirtækja.  Verkefnið er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Allar nánari upplýsingar eru á síðu Vestfjarðastofu:

https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Kynningarmyndbönd má nálgast hér