Í dag var fyrsti dagur sumarnámskeiðs Sjávarakademíunnar og gekk hann með prýði.
16 nemendur skráðu sig á námskeiðið og koma þau úr ólíkum áttum með mismunandi bakgrunn. Það verður gaman að fylgja hópnum næstu vikurnar og sjá þau nýta styrkleika hvers annars í verkefnavinnunni.
Til að gera vel við okkur fyrsta daginn fórum við saman í fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar og fengum okkur fiskipulsu.