Clara Jégousse hefur gengið til liðs við rannsóknar- og nýsköpunarteymi Íslenska sjávarklasans í hlutverki rannsóknarsérfræðings.

Clara er upprunalega frá Frakklandi og er með BSc í efnafræði og MSc í lífupplýsingafræði frá háskólanum í Nantes, Frakklandi. Hún var um tíma starfsnemi og gestafræðimaður við Griffith háskólann í Ástralíu bæði í Eskitis Institute (vinna að eiturefnum sem finnast í sjávarhryggleysingjum) og Institute of Glycomics (vinna að tölvuhönnun sýklalyfja og lyfjahönnun og bakteríu RNA uppbyggingu). Hún flutti til Íslands í janúar árið 2017 sem doktorsnemi í rannsóknum á örverusamfélögum sjávar á hafsvæði við Ísland, í samstarfi við Háskóla Íslands og Matís, o.fl. Snemma árs 2022 flutti hún til Bretlands til að starfa sem lífupplýsingafræðingur. Þessa yfirgripsmiklu og tæknilegu þekkingu færir hún nú Íslenska sjávarklasanum ásamt sinni alþjóðlegu reynslu. Clara mun starfa samhliða Dr. Alexandra Leeper, yfirmanns rannsókna og nýsköpunar, ásamt því að styðja teymi Íslenska sjávarklasans þegar verkefnasafn okkar stækkar.

Hægt er að hafa samband við Clöru á clara@sjavarklasinn.is og fyrir frekari upplýsingar um rannsóknar- og nýsköpunarteymið: alexandra@sjavarklasinn.is.

Velkomin í teymið Clara!