Vinsældir sjávarrétta í skyndibitum aukast mikið í Bandaríkjunum um þessar mundir segir í nýlegri frétt frá rannsóknafyrirtækinu Datassentials. Aukningin nemur um 200% frá 2007-2011.
Réttir úr sjávarafurðum keppa við kjúkling, nautakjöt og svín á aþjóðlega skyndibitamarkaðnum. Þrátt fyrir að vera oft eina hráefnið í þessum hópi sem kemur beint úr náttúrunni er lítill verðmunur á fiski og „iðnaðarkjöti“. Það að þessi oft sjálfbæra og holla náttúruvara sé helst að sækja í sig veðrið á skyndibitamarkaðnum er bæði tækifæri og áhyggjuefni. Tækifærið er klárlega að fleiri neytendur vilja leggja sér hollustu til munns, jafnvel í skyndibita, en áhyggjuefnið er hve illa gengur að verðleggja þessa vöru umfram vörur af lakari gæðum. Kannski er leiðin að koma fiskflökunum í duftform og selja sem hágæða prótín.