Í nýju afmælisriti Sjávarklasans er m.a. spurt hvort klasar séu nýja samvinnuhreyfingin í landinu. Klasar teyma saman fólk úr ótrúlegustu áttum til að búa eitthvað alveg nýtt.
Samvinna hópa fyrirtækja og einstaklinga með ólíkan bakgrunn og þekkingu skilar sér í auknum verðmætum og nýrri þekkingu. Þá eru í blaðinu sagðar sögur af einstökum árangri fjölmargra frumkvöðlafyrirtækja í bláa hagkerfinu.
Íslenski sjávarklasinn hefur verið eins konar vagga margra nýsköpunarfyrirtækja á þeim tíu árum sem hann hefur starfað og við erum stolt af árangri þessara ótrúlegu frumkvöðla sem við höfum unnið með.
Kíkið endilega í blaðið okkar.
Svo þökkum við fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa verið bakhjarlar klasastarfseminnar.
Það er alltaf gott að þakka fyrir sig!
Afmælisritið má lesa í heild sinni hér