Sjávarklasinn í samstarfi við Kjartan Eiríksson hefur tekið við byggingum Norðuráls í Helguvík þar sem ætlunin er að opna Grænan iðngarð.
Grænir iðngarðar og klasar gegna svipuðu hlutverki í því að efla samstarf fyrirtækja og hvetja til nýsköpunar. Þessi uppbygging er því einskonar náttúrulegt framhald af því uppbyggingastarfi sem Sjávarklasinn hefur unnið að síðastliðinn áratug. Í stuttri samantekt viljum við skýra út hvað felst í grænum iðngörðum og hver framtíðarsýn okkar er um þetta verkefni.