Fyrr í vikunni fékk Sjávarklasinn heimsókn frá rannsóknarhópi Háskólans í Lundi og Marine Centre í Svíþjóð. Hópurinn er að vinna að samstarfsverkefni sem miðar að því að kanna framtíðar möguleika hafnarinnar í Simrishamn. Í verkefninu er lögð áhersla á sjálfbærar veiðar og framleiðslu á verðmætum hágæða vörum úr aukaafurðum sjávarafurða.
Teymið heimsótti Sjávarklasann til að læra af reynslu okkar Íslendinga og fá innsýn í það hvernig megi byggja upp net þekkingarsköpunar, frumkvöðla, tækni og markaðssetningar.
Markmiðið er að skapa sjálfbæra og arðbæra framtíð fyrir sjávarútveginn á Eystrasaltssvæðinu.