Sendiherra Bandaríkjanna, frú Carrin F. Patman, kom í heimsókn til Íslenska sjávarklasans þann 13. janúar 2023.
Þór Sigfússon tók á móti Frú Patman og kynnti hann henni starf okkar og verkefni innan klasans, þ.m.t. 100% Fish verkefnið og samstarf okkar við Great Lakes St. Lawrence Governors & Premiers sem nær til vatnanna miklu sem liggja að Illinois, Indiana, Michigan, Minnesota, New York, Ohio, Pennsylvania og Wisconsin í Bandaríkjunum og Ontario og Québec í Kanada. Ræddu þau ennfremur systurklasa okkar vestanhafs og aðferðir til að minnka sóun i bláa hagkerfinu. Þá heilsaði frú Patman upp á frumkvöðla og fyrirtæki í húsinu. Við þökkum innilega fyrir heimsóknina! Hún er góður grunnur að samstarfi framtíðarinnar.