Iðnaðarvistkerfið
Meginreglur iðnaðarvistkerfisins eru skipti á efni eða orku milli tveggja eða fleiri aðila, síðan er því sem venjulega er litið á sem úrgang breytt í auðlind. Fyrirtæki sem starfa saman í iðnaðarvistkerfinu eru oft úr mismunandi geirum en starfa á nálægum slóðum. Með því að skipta um aðfangaefni fyrir úrgang getur annað fyrirtækið hugsanlega dregið úr kostnaði við aðföng, en hitt fyrirtækið lækkað kostnað við förgun úrgangs og hugsanlega breytt úrgangi þess í seljanlegar afurðir.
Iðnaðarvistkerfið er mikilvægur partur af hringrásarhagkerfinu og gerir framleiðslufyrirtækjum kleift að hverfa frá línulega líkaninu í átt að hringlaga nýtingu auðlinda. Fyrir utan að ná samkeppnisforskoti og hlúa að nýsköpun í fyrirtækjum, er fjöldinn allir af efnahagslegum-, samfélagslegum- og umhverfislegum ávinningi sem fylgir samstarfi í iðnaðarvistkerfinu.
Dæmi um umhverfislegan ávinning
- Minnkun á neyslu auðlinda
- Minnkun útblásturs á gróðurhúsalofttegundum
- Dregur úr minnkun úrgangs
- Dregur úr útblæstri flutninga
Dæmi um samfélagslegum ávinning
- Staðbundin atvinnusköpun
- Staðbundnar skipulagsheildir njóta góðs af stærri hóp viðskiptavina
Dæmi um efnahagslegan ávinning
- Minnkun á kostnað auðlinda
- Minnkun á kostnaði við förgun
- Viðbótartekjur hliðarafurðar
- Bætt þol gegn óstöðugu verði auðlinda
- Styður við stefnu um sjálfbærni
- Hæfileika öflun
Þegar fyrirtæki vinna saman í iðnaðarvistkerfinu geta þau bætt samkeppnisstöðu sína og samstarfið gerir þau sterkari saman en í sundur. Hlutverk áhugasamtaka, fyrirtækja, klasa og stofnana, sem hafa á stefnuskrá sinni að sinna milligöngu um samstarf fyrirtækja á grundvelli iðnaðarvistkerfisins, er að leita leiða fyrir fyrirtæki til að vinna saman.
Kerfið gerir það mögulegt, fólkið kemur því í verk
Þrátt fyrir að sameiginlegir ábatar séu til staðar fyrir þau fyrirtæki sem eru hluti að iðnaðarvistkerfinu er ekki sjálfgefið að iðnaðarvistkerfið verði til án samræmingu. Þess vegna er mikilvægt að það sé til staðar ákveðinn hópstjóri, en þetta er aðili eða skipulagsheild sem auðveldar samræmingu tenglanetsins.
Þessi hópstjóri (facilitating organization) getur lagt sitt af mörkum með tæknilegumstuðning, t.d. með rannsóknarvinnu, prófun og fjáröflun. Einnig er félagslegur stuðningur mikilvægur t.d. með myndun traust, tengslanets og kunnugleika milli fyrirtækja. Mikilvægt framlag hjá þessum auðveldurum er uppbygging á kerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að mynda kunnugleika milli sýn og búa til innblástur til sköpunar á nýju iðnaðarvistkerfi.
Dæmisögur um virkni Iðnaðarvistkerfisins
Fjöldinn allur af dæmisögur eru til staðar um virkni iðnaðarvistkerfisins fyrir stofnanir og fyrirtæki.
Marine Collagen ehf.
Á upphafsárum Sjávarklasans skapaðist gott samstarf við útgerðirnar Þórbjörn og Vísi í Grindavík en útgerðirnar höfðu sýnt nýsköpun mikinn áhuga. Þegar forsvarsmenn Sjávarklasans viðruðu hugmyndir um að auka samstarf fyrirtækjanna við frumkvöðla í nýtingu hliðarafurð fisks voru viðtökurnar afar góðar. Í kjölfari var stofnað fyrirtækið Codland. Sérfræðingar Sjávarklasans hófu að kortleggja mögulega nýtingu hliðarafurða. Ein af þeim hugmyndum sem þá var til skoðunar var nýting á fiskiroði sem kollagenprótín. Hafist var handa um að skoða fýsileika þess að reisa verksmiðju hérlendis sem myndu vinna kollagen úr roði. Viðskipta- og markaðsáætlun var unnin af starfsmönnum klasans og í kjölfarið var aftur leitað til útgerðafyrirtækjanna um nánari samstarf. Pétur Pálsson forstjóri Vísis og Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans heimsóttu spænska fyrirtækið Junca Gelatin sem framleitt hafði kollagen úr hliðarafurðum svína. Nú er risin kollagenverksmiðja í Grindavík sem er í eigu Samherja, Brims, Vísis og Þorbjarnar.
Marine Collagen kaupir fiskroð af stærstu eigendunum og þegar verksmiðjan verður komin í full afköst verður unnið gelatín og kollagen úr 4.000 tonnum af roði á ári. Út úr því er áætlað að komi um 400 tonn af afurðum.
Auðlindagarðurinn
Síðustu 50 ár hefur HS Orka nýtt jarðvarma á Reykjanesi til framleiðslu á rafmagni. HS Orka opnaði orkuverið í Svartsengi árið 1976 og Reykjanesvirkjun árið 2006, en um 8% af rafmagni á Íslandi kemur frá þessum tveimur virkjunum. Affall er til staðar úr flest öllum orkuverum í heiminum og eru þessi tvö orkuverk á Reykjanesi engin undantekning. Dæmi um affall úr virkjununum tveimur er gufa, heit vatn, kalt vatn, kísill og fleira. Í gegnum árin hafa svo verið fjöldinn allur af fyrirtækjum nýtt sér affall úr virkjunum sem auðlind. Er þá Bláa lónið þekktasta dæmið en lónið sjálft er í raun affallsvatn úr orkuverinu í Svartsengi.
Auðlindagarðurinn var svo stofnaður árið 2014, en hann er í grunninn samfélag ýmsa fyrirtækja sem nýtir sér affallið frá virkjununum til framleiðslu á sínum vörum og þjónustu. Markmiðið með Auðlindaklasanum er að affallstraumur eins fyrirtækis verður hráefni annars fyrirtækis. Um tíu fyrirtæki eru í Auðlindaklasanum en öll nýta þau affallið úr virkjunum á mismunandi hátt.
Haustak er stærsta fisk þurrkunarfyrirtæki á Íslandi, þeir nýta hrakstrauma frá orkuverinu til þess að þurrka fisk á sérstökum klefum sem eru hitaðir með jarðgufu sem áður var ónýtt auðlind.
Rannsóknarsetur Bláa Lónsins nýtir fjölmargar aukaafurðir frá orkuverinu í Svartsengi í rannsóknir og framleiðslu á snyrtivörum. Jarðsjór úr orkuverinu er nýttur í þörunga- og saltvinnslu. Blágrænir þörungar eru hluti vistkerfis Bláa lónsins en þeir eru eitt af lykil hráefnum í snyrtuvörulínu þeirra. Koldíoxíð sem kemur í Svartsengisvirkun er notað til að fóðra þörungana á svæðinu, en þörungar eru eins og flestar plöntur að því leiti að þeir umbreyta koldíoxíð yfir í lifmassa og losa við það súrefni.
Fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm Iceland, sem stofnað var árið 2012, á og rekur hátæknifiskeldi á Reykjanesi skammt frá jarðvarmaveri HS Orku. Eimsvalar hverfla jarðvarmaversins eru kældir með sjó úr borholum sem síaður er í gegnum hraunlög. Síaði sjórinn fer frá jarðvarmaverinu og er hluti hans nýttur til fiskeldisins. Tandurhreinn sjór við kjörhitastig eldisins árið um kring er sérstaða sem eykur öryggi og afkastagetu eldisins.
Hugsunin á bak við Auðlindagarðinn er að fullnýta allar afurðir og styðja þannig við hringrásarhagkerfið. Markmiðið er að breyta hugarfarinu varðandi losun úrgangs; í staðinn fyrir að hugsa hvernig á að losna við úrgang, þá ætti hugsunin frekar að vera hvernig er hægt að skapa verðmæti úr þessum úrgang.