Föstudaginn 10. febrúar afhenti Íslenski sjávarklasinn ítarlega greiningu á efnahagslegum áhrifum sjómannaverkfallsins til samráðshóps sem samþykktur var sl. föstudag og Atvinnuvegaráðuneytið fór fyrir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti föstudaginn 10. febrúar skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Vinnuhópur starfsmanna úr fjórum ráðuneytum ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga unnu að skýrslunni ásamt sérfræðingum frá Íslenska sjávarklasanum. Sérfræðingar Sjávarklasans báru hitann og þungan af vinnunni en undanfarin 3 ár hefur Sjávarklasinn birt yfir 40 greiningar sem hafa skapað nokkuð ítarlegan grunn fyrir slíka vinnu.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér