Billy Nungesser aðstoðafylkisstjóri Louisiana fylkis í Bandaríkjunum segir að fylkið hafi áhuga á að skoða stofnun Louisiana Seafood Innovation Cluster að fyrirmynd systurklasa Íslenska sjávarklasans í Maine. Þetta kom fram í viðtali við hann eftir fund sem haldinn var í New Orleans þar sem fulltrúi Íslenska sjávarklasans kynnti starfsemi klasans á Íslandi og samstarfið við Nýja England.
„Það er gaman að finna fyrir þeim áhuga sem er á okkar aðferðafræði og ég hef trú á því að þessi lönd geti eflt nýsköpun í fullvinnslu afurða með því að efla áhuga og samstarf frumkvöðla í sjávartengdum greinum eins og við höfum gert hér heima, „segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.
Fréttir um hugmyndir Íslenska sjávarklasans birtust víða í Louisiana eftir fundinn m.a. í The Advocate.