Þann 10. mars næstkomandi munu nokkur nýsköpunarfyrirtæki innan sjávarklasans kynna sig og hugmyndir sínar fyrir fjölbreyttum hópi fjárfesta. Viðburðurinn fer fram í Húsi sjávarklasans að Grandagarði í Reykjavík. Með þessu viljum við hjá Íslenska sjávarklasanum leggja okkar af mörkum við að tengja saman sprota og áhugasama fjárfesta, bæði vegna þess að tengslin eru verðmæt í sjálfu sér en einnig með það fyrir augnamiði að koma á sambandi sem leitt getur til fjárfestinga í framtíðinni. Viðburðir sem þessir eru frumkvöðlunum einnig mikilvægir til að öðlast reynslu við að miðla hugmyndum sínum og til að fá viðbrögð við þeim.

Meðal þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem taka munu þátt nú eru:

FIMS

Pólar toghlerar

Herberia

Instafish

Ankra

Margildi

Fisherman

Fjárfestum sem áhuga hafa á þátttöku í viðburðinum er velkomið að hafa samband við Eyrúnu Huld Árnadóttur hjá Íslenska sjávarklasanum í síma 577 6200 eða á eyrun [hjá] sjavarklasinn.is.